sunnudagur, september 23, 2007

Nýr vinur!

Youtube er alger snilld. Ég fann mér nýjan og skemmtileganm vin á netinu fyrir algera tilviljun.
Ég er ekki viss hvort að hann sé heill á geði en það er það skemmtilega við það.
Hér er slóð á eitt myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=0ruJZCnMyPY
Svo er annar sem er öllu frægari en líka rosalega skemmtilegur.
Hann heitir Chris Chrocker og er góður vinur Brittney Spears. Endilega tékkið á honum líka.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Tilefni til bloggskrifa!
Já gott fólk maður er nú ekki búinn að skrifa oft hér en það hefur þó gerst þegar tilefni er til.
Nú er aldeilis tilefni því í dag skilaði ég seinasta verkefni mínu í Kennó og er því óformlega búinn með kennarann!
Ég er búinn að rembast í gegnum heila B.Ed. ritgerð sem er alveg einstaklega leiðinlegt ferli sama hvað námsþyrstir eldriborgarar segja. Maður er einfaldlega búinn að fá nóg eftir um 20 ára
skólagöngu.
Það er samt margt sem maður á eftir að sakna við skólan en það er aðalega það að hanga í matsalnum og spjalla frekar en mæta í tíma og læra.
Nóg um það. Veturinn loksins búinn og sumarið að koma.
Ég er búinn að finna stuttbuxurnar í fataskápnum og sólgleraugun. Nú er bara að bíða eftir að hitinn fari yfir 10 gráðurnar.
Best að enda þetta á mynd af flottustu frændunum. Maður er strax farin að kenna.



mánudagur, mars 26, 2007

Með eitthvað í auganu



















Ótrúlegt hve samrýmd við tvíburasystkinin erum. Komum með svo keimlíkar færslur.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Liverpoolferðin hin fyrsta
Nú er maður kominn úr hressilegri ferð til Liverpoolborgar sem var einstaklega vel heppnuð í alla staði. Það eina sem hugsanlega vantaði uppá var mark í leikinn og þá helst frá Liverpool mönnum. Við svekktum okkur ekkert of lengi á því enda var stefnan frá upphafi að halda gleðinni gangandi hvað sem kæmi upp.
Það sem stóð einna helst uppúr í ferðinni verða þó að teljast sætin sem við fengum, því hefðum við verið einhverju nær vellinum hefðum við verið dæmdir rangstæðir!
Persónulega fannst mér þó best þegar ég var á leið inn á leikvanginn og við hlið mér stóð maður sem við höfðum verið að tala um aðeins andartaki áður. Það er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool hann Pete Sampara. Ég vatt mér að honum og spurði hvort ekki væri í lagi að smell eins og einni ljósmynd af kappanum. Úr varð þessi er prýðir þessa síðu.
Kannski maður sendi jólakort í ár.
Svo fyrir strákana sem voru með mér í ferðinni. Hér eru slóðir að myndböndunum sem ég tók upp á meðan á liverpoollaginu stóð:
http://www.youtube.com/watch?v=yncB5CyIXFM
http://www.youtube.com/watch?v=NzrxApmzctY
Klárlega myndalegustu mennirnir á Anfield þennan dag!


fimmtudagur, febrúar 01, 2007


Who the fuck are Man utd.!!
Er á leiðinni á Anfield á morgun því á laugardaginn er leikur Liverpool og Everton.
Þar hefur Þór bróðir reddað mér og nokkrum frændum og vinum úr Hólminum snilldar sætum. Við erum að tala um fremstu röð á svæði nr. 107 í Kop stúkunni!
Fyrir þá sem ekki vita þá er Kop stúkan fyrir heimamenn og túristar venjulega hafðir annarstaðar. Þetta gerist því ekki betra. Ef einhver prumpar inná vellinum komum við til með að finna lyktin! Við verðum það nálægt!

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Finnst eins og ég eigi að vera að gera eitthvað!
Guðný byrjuð að vinna alla daga og skólinn eiginlega byrjaður hjá mér en samt ekki.
Á að vera að vinna að lokaverkefni þessa viku en kemst ekki lengra nema funda með kennara og það er e-ð að dragast.
Þetta lokaverkefnis rugl er maður búinn að mikla svo fyrir sér. Alltaf heyrt um að í lok háskólanáms skrifar maður svaka ritgerð sem sumir verða geðveikir af að gera.
Svo eru þetta skitnar 3 einingar hjá okkur upp í kennó.
Ég sit því heima og bora í nefið og hugsa á ég ekki að vera að gera e-ð?
Þetta er örugglega tilfinningin sem rithöfundar fá þegar þeir vita að jólin nálgast og þeir eru ekki byrjaðir á bókinni sem endar í því að þeir skrifa e-ð drasl eins og "Draugar vilja ekki dósagos".
Það er samt ekki eins og einhver þurfi að kaupa ritgerðina mína.
Ég geri bara betur á morgun.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Nýtt ár, ný færsla
Ég ákvað svona í tilefni ársins þá væri fínt að skella inn eins og einni færslu.
Ég nenni ekki að gera svona uppgjör þannig að þið verðið að leyta annað til að svala þorsta ykkar í samantektir.
Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta stórmerkilegur dagur. Ég og systir mín erum nefnilega 25 ára í dag. Ég hef nú verið að reyna að sleppa við allt húllumhæ í kringum þetta en úr varð ein lítil fjölskyldumáltíð.
Það kom nú eitt fræbært úr því öllu og það var gjöfin sem ég fékk.
Maður er víst á leiðinni á leik!
Liverpool-Everton 3. Febrúar!!!!!!!!!
Alveg hreynt magnað! Gerist ekki betra.
Meira var það ekki. Þurfti bara aðeins að monta mig.